Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 247  —  220. mál.
Fyrirspurntil dómsmálaráðherra um sektaraðgerðir við vegaeftirlit.

Frá Gísla S. Einarssyni.     1.      Hversu oft hefur sektaraðgerðum verið beitt við vegaeftirlit sl. þrjú ár? Hver er sektarfjárhæðin alls, sundurgreint eftir árum? Svar óskast sundurliðað eftir bifreiðaflokkum og notkunarsviði.
     2.      Hve oft hefur sektarákvæðum verið beitt vegna of langs viðverutíma ökumanna við akstur sl. þrjú ár? Hve há er sektarfjárhæðin samtals? Á hvaða landssvæðum hefur sektarað­gerðum verið beitt? (Fjöldi tilvika sundurliðaður eftir umdæmum.)


Skriflegt svar óskast.