Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 276  —  244. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um meðferð upplýsinga úr sjúkraskrám heilbrigðisstofnana.

Frá Tómasi Inga Olrich.



     1.      Eru upplýsingar úr sjúkraskrám heilbrigðisstofnana sendar Krabbameinsfélagi Íslands og skráðar þar í krabbameinsskrá? Ef svo er:
                  a.      hafa þessar upplýsingar verið nýttar til skýrslugerðar heilbrigðisyfirvalda, til tölfræðilegra athugana og annarra vísindarannsókna,
                  b.      hafa þessar upplýsingar verið samkeyrðar með öðrum gagnagrunnum, svo sem ættfræðilegum gagnagrunnum,
                  c.      hefur verið leitað eftir upplýstu samþykki þeirra sem upplýsingarnar varða fyrir þessari notkun,
                  d.      hefur slík úrvinnsla hlotið umfjöllun tölvunefndar og vísindasiðanefndar?
     2.      Hafa upplýsingar sem einstaklingar veita við krabbameinsleit verið nýttar til skýrslugerðar heilbrigðisyfirvalda, til tölfræðilegra athugana og annarra vísindarannsókna? Ef svo er:
                  a.      hafa þessar upplýsingar verið samkeyrðar með öðrum gagnagrunnum, svo sem ættfræðilegum gagnagrunnum,
                  b.      hefur verið leitað eftir upplýstu samþykki þeirra sem upplýsingarnar varða fyrir notkun af þessu tagi?
     3.      Eru dæmi þess að heilbrigðisstofnanir, eða starfsmenn þeirra, sem hafa undir höndum heilsufarsupplýsingar, noti slíkar upplýsingar til annarra nota en þeirra sem þær voru í upphafi ætlaðar, svo sem ritunar fræðigreina í t.d. Læknablaðið, án upplýsts samþykkis?


Skriflegt svar óskast.