Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 282  —  249. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um samstarfssamninga lækna á opinberum sjúkra­stofnunum við Íslenska erfðagreiningu.

Frá Ólafi Hannibalssyni.     1.      Hafa peningagreiðslur runnið til lækna, sem eru í starfi á sjúkrahúsum og hafa gert samstarfssamninga við Íslenska erfðagreiningu, fyrir upplýsingar sem hafa orðið til þegar sjúklingar lágu á sjúkrahúsi?
     2.      Sé svo, er þá ekki eðlilegt að þær greiðslur renni beint til viðkomandi sjúkrastofnana?
     3.      Hafa stjórnir sjúkrastofnana í öllum tilfellum fengið afrit af öllum þeim samningum sem læknar þar hafa gert við Íslenska erfðagreiningu?
     4.      Telur heilbrigðisráðherra þörf á að setja almennar reglur um slíka samstarfssamninga?


Skriflegt svar óskast.