Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 316  —  191. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um SR-mjöl.

     1.      Hver voru bein fjárframlög ríkisins til SR-mjöls á hverju ári fyrir sig síðustu tíu ár á föstu verðlagi ársins 1998?
    Bein framlög ríkisins til SR-mjöls síðustu tíu ár í formi yfirtekinna skuldbindinga og sam­kvæmt dómsniðurstöðum hafa verið eftirfarandi á verðlagi þessa árs:


Ár

Tegund greiðslu

Kostnaður ársins
Framreiknaður kostnaður
1993 Yfirtekin lán
Niðurfelld lán
368.067.823
21.562.063
400.970.191
23.489.542
1994 Yfirteknar lífeyrissjóðsskuldbindingar 175.597.668 188.486.516
1996 Biðlaun samkvæmt dómi Hæstaréttar:
Laun
Vextir
Lögfræðikostnaður

11.866.302
6.272.751
373.500

12.248.221
6.474.641
385.521
Samtals 632.054.632

    Ekki var um kostnað að ræða önnur ár en hér koma fram á tímabilinu 1988–98.

     2.      Voru þessi fjárframlög endurgreidd og ef svo er, hvernig?
    Kostnaður ríkisins vegna SR-mjöls hefur ekki verið endurgreiddur af félaginu enda tengist hann að langmestu leyti breytingu á fyrirtækinu í hlutafélag og sölu þess til einkaaðila.

     3.      Hvert var söluverð hlutabréfa þegar ríkið seldi fyrirtækið?
    Þegar hlutabréf ríkissjóðs í SR-mjöli voru seld árið 1993 voru greiddar fyrir þau 725 millj. kr. eða sem svarar 793,3 millj. kr. á núgildandi verðlagi.

     4.      Hvert er núvirði hlutabréfa SR-mjöls hf.?
    SR-mjöl hf. er skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Nafnvirði hlutabréfa fyrirtækisins er nú 947 millj. kr. og gengi er 4,0. Markaðsvirði félagsins er því 3.788 millj. kr. Nafnvirði hluta­bréfa í fyrirtækinu hefur verið eftirfarandi eftir árum samkvæmt ársreikningi:

1998 1997 1996 1995 1994
Nafnvirði hlutabréfa 947 947 894 813 650

     5.      Greiddu kaupendur bréfanna skatt af mismun kaupverðs og söluverðs bréfanna?
    Samkvæmt lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum, er fyrirtækjum skylt að greiða tekjuskatt af söluhagnaði við sölu hlutabréfa. Það sama átti við um einstaklinga en skv. 7. gr. laga nr. 97/1996 sem komu til framkvæmda 1. janúar 1997 þurfa einstaklingar nú að greiða 10% fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði við sölu á hlutabréfum.