Ferill 47. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 357  —  47. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um greiðslu­þátttöku sjúklinga vegna hjálpartækja.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hafa orðið breytingar á síðustu tveimur árum á reglum um greiðsluþátttöku sjúklinga vegna hjálpartækja? Ef svo er, í hverju eru þær breytingar fólgnar, hvenær voru þær gerðar og hver eru heildaráhrif þeirra og áhrif á einstaka greiðsluflokka?

    Breytingar hafa verið gerðar á síðustu tveimur árum á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna hjálpartækja. Eftirfarandi töflur sýna hverja breytingu fyrir sig og hvenær hún var gerð og sett er fram yfirlit yfir útgjaldabreytingar í hverjum flokki hjálpartækja undanfarin fjögur ár. Við Tryggingastofnun ríkisins starfar hjálpartækjanefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með þróun tæknilegra framfara á sviði hjálpartækja, útgjaldabreytingum vegna hjálpartækja og síðast en ekki síst verðlagi þeirra á markaði. Það hefur sýnt sig að greiðslureglur Trygg­ingastofnunar geta haft veruleg áhrif á endanlegt verð hjálpartækja þannig að það getur verið vandasamt að breyta reglunum. Oftast tekur þó markaðurinn við sér og lækkar verðið þegar slíkt er mögulegt. Hjálpartækjanefnd tekur engar sjálfstæðar ákvarðanir heldur beinir tillög­um sínum til tryggingaráðs, sem ákveður endanlega hver hin nýja greiðslutilhögun á viðkom­andi hjálpartæki verður. Á meðfylgjandi yfirliti sést að tryggingaráð hefur, fyrir utan útboð á nokkrum tegundum hjálpartækja, beitt þeirri aðferð í auknum mæli að setja hámark á þátt­töku sína auk greiðsluhlutdeildar. Svo virðist að það sé einna virkasta aðferðin til að hafa áhrif á markaðsverð hjálpartækja. Á undanförnum fjórum árum hafa útgjöld vegna hjálpar­tækja aukist um rúmar 68 millj. kr., úr 554 millj. kr. í 622 millj. kr. á ári. Útgjaldaaukning Tryggingastofnunar ríkisins hefur því orðið rúm 12%.
    Eftirfarandi eru dæmi um greiðslutilhögun stofnunarinnar fyrir stómavörur ásamt verðbili á markaði:

Flokkur Verðbil í smásölu, kr. Hámarksverð TR, kr.
Flokkur 091804
Stómapoki samfelldur, lokaður poki (allar stærðir) 227–560 440
Flokkur 091805
Stómapoki samsettur, lokaður poki (allar stærðir) 107–233 225
Flokkur 091807
Þvagstómapokar samfelldir (allar stærðir) 704–1.705 705–1.540
Flokkur 091808
Þvagstómapokar samsettir (allar stærðir) 468–645 470
Flokkur 091814
Stómaplötur, álímdar 486–1.922 560–910–1.660
Flokkur 091839
Stómapokar samfelldir, tæmanlegir (allar stærðir) 316–2.645 405–1.305–2.645
Flokkur 091842 dto samsettir 230–1.047 230–1.005


Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu




Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu




Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu




Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu




Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu