Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 368  —  308. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um ráðstöfun fasteigna í eigu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margar fasteignir hafa Landsbanki annars vegar og Búnaðarbanki hins vegar eignast árlega á uppboðum vegna vangoldinna krafna á einstaklinga annars vegar og lögaðila hins vegar og hvert er sundurliðað verðmæti þeirra, skipt eftir síðustu átta árum?
     2.      Hvaða reglur gilda um endursölu fasteigna, sbr. 1. lið, eða leigu þeirra sé um það að ræða og eru þær auglýstar sérstaklega þegar um er að ræða sölu eða leigu?
     3.      Hver hefur verið mismunur á uppboðsverði og söluverði fasteigna í eigu hvors banka um sig á árunum 1995–97 og til 1. desember 1998, sundurliðað eftir eignum, lögaðilum og einstaklingum, og hverjar hafa leigutekjur verið, sundurliðað á sama hátt?
     4.      Hve oft var um að ræða fjárnámsaðgerðir vegna vanskila síðastliðin þrjú ár, annars vegar hjá einstaklingum og hins vegar lögaðilum?


Skriflegt svar óskast.