Ferill 123. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 376  —  123. mál.Nefndarálitum frv. til l. um afnám laga nr. 70 1. júlí 1985, um Framkvæmdasjóð Íslands, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Arason frá fjármálaráðuneyti, Sigurgeir Jónsson frá Lánasýslu ríkisins og Inga K. Magnússon og Guðna Geir Jónsson frá Ríkisendurskoðun. Málið var ekki sent út til umsagnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að starfsemi Framkvæmdasjóðs Íslands sé lögð niður og að rík­issjóður yfirtaki eignir hans og skuldir. Frá árinu 1992 hefur dregið umtalsvert úr umsvifum Framkvæmdasjóðs Íslands og hefur hann t.d. ekki veitt lán frá árinu 1992. Í ljósi þess og með vísan til athugasemda við frumvarpið er nefndin samhuga um að leggja beri sjóðinn niður.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Einar Oddur Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk þessu áliti.

Alþingi, 19. nóv. 1998.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.Sólveig Pétursdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.


Svavar Gestsson,


með fyrirvara.

Pétur H. Blöndal.


Steingrímur J. Sigfússon.


Prentað upp.