Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 401  —  214. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar um ný störf á vinnumarkaði.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg ný störf (raunaukning) hafa orðið til á vinnumarkaðinum hérlendis á kjörtímabilinu, sundurliðað eftir kjördæmum og atvinnugreinum (opinber störf, framleiðslu­störf, þjónusta o.s.frv.)?
    Hver hefur orðið heildartilfærsla vinnuafls eftir kjördæmum og atvinnugreinum á sama tíma?


    Nákvæmustu upplýsingar um atvinnugreinaskiptingu eftir svæðum eru unnar upp úr upp­lýsingum af launamiðum sem fylgja skattframtölum. Nýjustu upplýsingar af þeim toga eru fyrir árið 1996. Upplýsinga um ný störf á vinnumarkaði þar sem hægt væri að greina þau eftir atvinnugreinum og landsvæðum er ekki aflað sérstaklega. Nýrri upplýsingar byggja á könnunum Þjóðhagsstofnunar á ástandi vinnumarkaðarins. Allar upplýsingar um vinnu­markað á Íslandi eru að einhverju leyti ófullkomnar og því verður að taka þeim upplýsingum sem hér eru veittar með fyrirvara.
    Í töflu 1 er sýnd breyting á fjölda starfa milli áranna 1994 og 1996 eftir atvinnugreinum og landsvæðum. Samkvæmt þessum upplýsingum fjölgaði störfum á tveimur fyrstu árum kjörtímabilsins um rúmlega 3.900 eða 3,2%. Fjölgun starfa á höfuðborgarsvæðinu, sem myndar einn vinnumarkað og er því talið í einu lagi, er 3.247. Störfum fækkar á Vestfjörð­um, Norðurlandi vestra og Austurlandi á tímabilinu.
    Ef tafla 1 er skoðuð nánar sést að í vissum atvinnugreinum og landsvæðum hefur orðið fjölgun en annars staðar fækkun. Sums staðar er ástæðan raunar ónákvæmni gagnanna, eins og þegar hefur verið bent á. Í tveimur neðstu línum töflunnar hafa verið lagðar saman annars vegar þær atvinnugreinar sem hafa vaxið í hverjum landshluta og hins vegar þær sem hafa dregist saman. Á sama hátt eru tveir dálkar töflunnar lengst til hægri gerðir þannig í hverri atvinnugrein hafa verið tekin saman þau landsvæði þar sem vöxtur eða samdráttur hefur orð­ið. Samkvæmt þessum útreikningum er fjöldi nýrra starfa á tímabilinu rúmlega 6.000 en rúm­lega 2.000 störf hafa horfið. Það skal tekið fram að þessi mæling er mjög háð atvinnugreina- og svæðaskiptingu.
    Í töflu 2 er sýnd þróun á fjölda ársverka frá 1994 til 1998. Tvö seinni ár tímabilsins eru áætluð. Er það gert á grundvelli athugana Þjóðhagsstofnunar á ástandi á vinnumarkaðinum. Þessi áætlun er ekki til með landfræðilegri skiptingu. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur störfum fjölgað frá 1994 til 1998 um 9.670 eða 7,9%. Samdráttur er í fjórum greinum: land­búnaði, fiskveiðum, fiskiðnaði og störfum í þjónustu varnarliðsins, samtals um rúmlega 2.000 störf. Vaxtargreinarnar hafa því vaxið samtals um rúmlega 11.700 ársverk frá 1994. Til viðbótar kemur að sumar greinar sem vaxið hafa frá 1994 náðu lágmarki í mannaflanotk­un á tímabilinu. Munar þar rúmlega 750 störfum. Samtals teljast þannig hafa orðið til tæp­lega 12.500 ný störf frá 1994 til 1998.
    Ekki eru tiltækar upplýsingar um hvernig breyting á fjölda starfa skiptist eftir landshlutum fyrir sama tímabil. Sé hins vegar horft til þess að þær greinar sem dregist hafa saman eru hlutfallslega mikilvægar í landsbyggðarkjördæmunum er hægt að álykta að þar hafi orðið samdráttur í atvinnu en að vöxturinn sé að mestu bundinn við höfuðborgarsvæðið.


Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu




Tafla 2. Fjöldi ársverka á vinnumarkaði 1994–98, skipt eftir atvinnugreinum (Þjóðhagsstofnun).

1994

1995

1996
Áætl.
1997
Áætl.
1998
Breyting
1994–98
11    Landbúnaður 5.621 5.596 5.349 5.310 4.810 -811
13    Fiskveiðar 6.556 6.396 6.462 6.015 5.840 -716
30    Fiskiðnaður 7.183 7.339 7.546 6.957 6.678 -505
31    Annar matvælaiðnaður 3.715 3.666 3.830 3.797 4.003 288
32    Vefjar-,skó- og fataiðnaður 1.205 1.266 1.357 1.361 1.363 159
33    Trjávöruiðnaður 1.092 1.090 1.143 1.171 1.303 211
34    Pappírsiðnaður 2.080 2.210 2.288 2.385 2.357 277
35    Efnaiðnaður 1.058 1.088 1.110 1.182 1.260 201
36    Steinefnaiðnaður 790 817 745 946 1.034 245
37    Ál- og kísiljárnframleiðsla 691 673 689 803 862 171
38    Málmsmíði og viðgerðir 2.356 2.513 2.787 3.084 3.148 792
39    Ýmis iðnaður og viðgerðir 624 699 767 828 950 326
4    Rafmagns- og vatnsveitur 1.297 1.364 1.415 1.449 1.511 214
50    Byggingarstarfsemi 10.364 9.783 9.810 11.671 11.758 1.394
6    Verslun 14.299 14.760 15.207 15.945 16.280 1.980
63    Veitinga- og hótelrekstur 3.618 3.592 3.834 3.681 3.951 333
71    Samgöngur 5.976 6.186 6.488 6.690 7.193 1.216
72    Póstur og sími 2.208 2.242 2.257 2.280 2.229 21
81    Peningastofnanir og tryggingar 4.798 4.777 4.845 4.753 4.913 115
83    Fasteignarekstur og þjónusta 5.735 5.826 6.200 6.120 6.206 470
96    Varnarliðið 923 912 908 868 875 -49
    Ýmis þjónusta einkaaðila 8.635 8.703 8.453 8.621 8.501 -134
    Starfsemi fyrirtækja alls 90.826 91.496 93.490 95.917 97.025 6.200
    Starfsemi hins opinbera 24.351 24.499 25.018 25.595 26.861 2.509
    Önnur starfsemi 6.976 7.132 7.404 7.584 7.740 764
    Atvinnugrein ótilgreind 507 589 674 560 705 198
Starfandi alls 122.660 123.716 126.586 129.656 132.330 9.670