Ferill 267. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 436  —  267. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og stóriðju.

     1.      Hver var áætluð losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi í innanlandsflugi annars vegar og millilandaflugi hins vegar árið 1997, mæld í koltvíoxíðsígildum?
    Áætluð losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi árið 1997 var 31.000 tonn í innanlands­flugi og 162.000 tonn í millilandaflugi.
    
     2.      Hver var áætluð losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi frá stóriðju árið 1997, mæld í koltvíoxíðsígildum?
    Áætluð losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi frá stóriðju árið 1997 var 580.000 tonn.

     3.      Hver var áætluð losun gróðurhúsalofttegunda af sömu völdum í löndum Evrópusambandsins á sama tíma, mæld í koltvíoxíðsígildum?
    Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið yfirlitstölur frá skrifstofu rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (FCCC) sem greina losun koltvíildis í löndum Evrópu­sambandsins eftir atvinnugreinum. Umhverfisstofnun Evrópu sem starfar á vegum Evrópu­sambandsins gefur upp tölur fyrir þátttökuríkin 15 árið 1990, EU15(1990), og áætlar losun iðnaðarferla frá þeim um 159 milljónir tonna. Stofnunin hefur ekki tiltækar upplýsingar um losun frá flugvélum.