Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 499  —  310. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Hlöðversdóttur um fækkun umferðarslysa á ár­inu 1997.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig skiptist sú fækkun umferðarslysa sem sagt er í skýrslu ráðherra um stöðu umferðaröryggismála að hafi orðið árið 1997, eftir umdæmum, þ.e.:
                  a.      Reykjavík,
                  b.      öðrum umdæmum?
     2.      Hvernig er skiptingin á milli þessara umdæma eftir:
                  a.      fjölda dauðaslysa,
                  b.      fjölda alvarlegra slysa,
                  c.      fjölda slasaðra?


    Leitað var til Umferðarráðs um svör við fyrirspurninni. Þau er að finna í eftirfarandi töflu:

Látnir Mikil meiðsl Alls
1997 Meðaltal 1991–96 Fækkun, % 1997 Meðaltal 1991–96 Fækkun, % 1997 Meðaltal 1991–96 Fækkun, %
Reykjavík 4 4 0 56 69 18,8 60 73 17,8
Önnur umdæmi 11 14 21,4 147 167 12,0 158 181 12,7
Alls 15 18 16,7 203 236 14,0 218 254 14,2

    Fram kemur í töflunni að árið 1997 létust eða slösuðust alvarlega umtalsvert færri en að meðaltali árin 1991–96.
    Varðandi c-lið síðari liðar fyrirspurnarinnar, um fjölda slasaðra, er því til að svara að mjög erfitt er að bera saman tölur úr lögregluskýrslum um fjölda þeirra sem hljóta lítils hátt­ar meiðsl í umferðarslysum. Kemur þar m.a. til að miklum tilviljunum er háð hvort slík slys eru tilkynnt til lögreglu. Megináhersla er lögð á að koma í veg fyrir alvarleg slys í umferð­inni, sbr. umferðaröryggisáætlun áranna 1997–2000 sem gerir ráð fyrir að í lok tímabilsins slasist alvarlega eða látist færri en 200 á ári.