Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 600  —  374. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um aðstöðu þingmanna og starfsmanna í Alþingishúsinu.

Frá Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur.



     1.      Hafa Vinnueftirlitinu borist kvartanir um aðstöðu starfsmanna og þingmanna í Alþingishúsinu eða hefur Vinnueftirlitið sjálft haft frumkvæði að því að gera úttekt á aðstöðunni?
     2.      Telur ráðherra að uppfyllt séu ákvæði reglna um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995, sbr. lög nr. 46/1980, varðandi eftirfarandi:
                  a.      kaffi- og matstofur, sbr. 31. gr.,
                  b.      fjölda salerna, sbr. 22. gr.,
                  c.      aðstöðu fréttamanna?
     3.      Eru önnur ákvæði reglugerðarinnar uppfyllt að mati ráðherra?
     4.      Mun hann beita sér fyrir úttekt á aðstöðunni og úrbótum í framhaldi af henni?


Skriflegt svar óskast.