Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 770  —  405. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 6 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 09-199 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

    Fjárheimild var flutt af lið 09-199 Ráðstöfunarfé og bókfærð á lið 09-999 Ýmislegt. Eftirfarandi verkefni hafa fengið úthlutað af þeim lið:

Tilefni Fjárhæð
Kynningarverkefni um 2% viðbótarlífeyrissparnað
2.500
Útgáfa á fræðsluefni um launajafnrétti kynjanna, jafnréttisnefnd BHM
300
Menningarmálanefnd Garðabæjar
100
Kvenfélagasamband Íslands, lífeyrisuppgjör
200
Bragi Ásgeirsson, til undirbúnings sýningar
150
Styrkur til Alþjóðafélags stjórnmálafræðinema
50
Styrkur til ELSA, alþjóðasambands laganema
50
Foreldrasamtök um vímulausa æsku
100
Petter A. Taafjord, heimildarkvikmyndir um stríðsárin
150
Menningar- og kynningarfyrirtækið ÍÐIR
100
Sigmundur Magnússon, dagskrá um Indriða G. Þorsteinsson
75
Ragnar Árnason, verkefni um opinber útgjöld til fiskveiða, Ísland, Kanada og Noregur
500
Styrkur til Sólheima, stólakaup
300
Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garðabæjar
80
Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, nótnaútgáfa
100
Söguritunarsjóður FÍLD
100
Landssamband íslenskra akstursíþróttamanna
150
Orator, félag laganema
50
Jafningjafræðslan
75
Söngfélag Félags eldri borgara, söngför til Kanada
200
Íþróttafélag fatlaðra, ferðastyrkur
200
Skaftfellingur, styrkur
200
Nýja Bíó, til kvikmyndar daglegt líf fatlaðra
100
Samtals
5.830