Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 788  —  411. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Gísla S. Einarssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfun óskiptra liða í fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 14,6 millj. kr. framlagi til ýmissa umhverfisverkefna á liðnum 14-190 1.23 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

    Eftirfarandi er ráðstöfun liðarins sundurliðuð eftir verkefnum.

Styrkþegi    Fjárhæð
Kirkjubæjarstofa, samkvæmt fjárlögum           1.000.000
Umhverfisráðuneytið, til umhverfisfræðsluráðs          1.000.000
Náttúrufræðistofnun Íslands, til frjókornamælinga          600.000
Náttúruvernd ríkisins, til sérstakra landvörsluverkefna á árinu 1998          1.400.000
Umhverfisráðuneytið, vegna aðalfundar framkvæmdanefndar Óslóar- og Parísar-
samþykktarinnar um verndun Norðaustur-Atlantshafsins fyrir mengun          3.655.000
Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutdeild ráðuneytisins í verkefninu Staðardagskrá 21          750.000
Námsgagnastofnun, kostnaðarþátttaka í gerð fræðsluefnis um sorp, endurvinnslu
og endurnýtingu          1.076.605
Umhverfisráðuneytið, kostnaður við ýmsar nefndir ráðuneytisins (ferðir, uppihald,
fundarkostnaður o.fl.)          3.500.000
Fræðsluhópur HVR og FHU, námskeið fyrir starfsmenn HVR og heilbrigðis
eftirlitssvæðanna          80.000
Iðntæknistofnun Íslands, ráðstefna um rafmagn og vetni sem valkosti í flutningum
og samgöngum          75.000
Hollustuvernd ríkisins, skýrsla um olíumengaðan jarðveg          110.000
Rannsóknastofnanir atvinnuveganna, til verkefnis Børges Johannesar Wigums
um endurskoðun vinnslu í steinefnanámum á Íslandi          100.000
Vélstjórafélag Íslands, til gerðar námsefnis fyrir kælitækninámskeið          100.000
Bændaskólinn á Hvanneyri, tilraunir til jarðgerðar í lokuðu rými          250.000
Fræðslustofan Krían, undirbúningur kennsluefnis og námskeiðahalds með
verklegri þjálfun í landgræðsluaðferðum          200.000
Reykvísk útgáfa, útgáfa á úrskurðum ráðuneytisins á sviði byggingar- og skipulagsmála          638.685
Steinunn Harðardóttir, verðlaun fyrir umfjöllun um umhverfismál          125.000
Aukning hf., hönnun verðlaunagrips vegna verðlauna fyrir umfjöllun um umhverfismál          365.781
Ómar Þ. Ragnarsson, verðlaun fyrir umfjöllun um umhverfismál          125.000