Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 842  —  524. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um eftirlit með vændi.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



     1.      Hvernig er fylgst með umfangi og eðli vændis hér á landi?
     2.      Hefur verið gerð könnun á vændi hérlendis á undanförnum árum?
     3.      Hversu margar ábendingar eða kærur vegna vændis hafa borist yfirvöldum undanfarin fimm ár?
     4.      Er ástæða til að ætla að hafin sé „útgerð“ á erlendum stúlkum hér á landi, einkum frá Austur-Evrópu?
     5.      Eru fyrirhugaðar lagabreytingar eða sérstakar aðgerðir til að sporna við vændi, sbr. nýlega löggjöf í Svíþjóð sem m.a. bannar kaup á blíðu kvenna og karla?


Skriflegt svar óskast.