Ferill 531. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 854  —  531. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um verkaskiptingu og grunnþjónustu í heilsugæslunni.

Frá Katrínu Fjeldsted.     1.      Hefur ráðherra kynnt sér nýliðun í heimilislækningum á undanförnum árum? Eru áætlanir í ráðuneytinu um að bregðast við þeirri þróun?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir skýrari verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu?
     3.      Hvernig telur ráðherra að best megi tryggja góða grunnþjónustu í heilsugæslunni?


Skriflegt svar óskast.

Prentað upp.