Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 876  —  407. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfun óskiptra liða í fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 32,8 millj. kr. framlagi til nýsköpunar og markaðsmála á liðnum 11-299 1.50 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

    Ráðstöfun samkvæmt framangreindum lið er eftirfarandi (í þús. kr.):
Átak til atvinnusköpunar          15.000
Nefnd um atvinnurekstur kvenna          3.670
Nefnd um hugbúnaðargerð ríkisins          150
Verkefnaútflutningur          3.329
Námumál o.fl.          276
Niðurstöður nefnda og útgáfa skýrslna          2.648
Áfrýjunarnefnd vörumerkja          635
Annað          473
Stærri verkefni og styrkveitingar (sjá meðfylgjandi sundurliðun)          7.912
     Samtals          34.093

    Sundurliðun á stærri verkefnum og styrkveitingum:
Menntasmiðja kvenna, Akureyri          200
Bjartmar Guðlaugsson vegna markaðssetningar á íslenskri tónlist erlendis          200
Finnur Torfi Stefánsson vegna markaðssetningar á íslenskri tónlist erlendis          200
Íslensku tónlistarverðlaunin          400
Bellatrix til undirbúnings kynningar á íslenskri tónlist erlendis          150
Dóra Takefusa/Guðmundur Jónsson til kynningar á íslenskri tónlist erlendis          150
Botnleðja til kynningar og markaðssetningar á íslenskri tónlist erlendis          450
Loftkastalinn vegna tónlistarhátíðar          200
Nemendur við efnafræðiskor Háskóla Íslands vegna námsferðar          90
Sýningin Matur '98 í Kópavogi          100
Landssamband íslenskra akstursíþrótta vegna markaðssetningar erlendis          400
Reiðlist vegna þróunar vörulista til sölu á íslenskum hestavörum til útlanda          220
Félag brautargengiskvenna vegna ráðstefnu          200
Markaðsrannsókn í Mongólíu          472
Regina; Leikfélag vegna þátttöku í alþjóðlegri leiklistarhátíð          150
Menning um landið vegna Vopnafjarðarhátíðar          150
Rarik vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um ísingu á háspennulínum          150
Myndlista- og handíðaskóli vegna þróunar á Bo Mobil farartækinu —
    verðlaunaverkefni í Svíþjóð          150
SÍTF vegna könnunar á hugbúnaðargerð í EES          500
Gæðastjórnunarfélag Íslands — ráðstefna um áhættustjórnun          800
Þátttaka í heimsmeistarakeppni matreiðslumanna í Frakklandi          150
Leiðangurinn til Ama Dablam '98 vegna þróunar íslenskrar fataframleiðslu
    til fjallgöngu          100
Form Ísland — þátttaka í norrænni ráðstefnu          90
Alþjóðafélag stjórnmálafræðinema vegna kynnisferðar til Brussel          80
Lifandi vísindi — styrkur vegna útgáfu          200
Landssamband hugvitsmanna — styrkur til reksturs félagsins          500
Samband Iðnmenntaskóla — útgáfustyrkur          80
Styrkur til sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði vegna athugana á innfl.
fyrirtækja          400
Tímaritið Húsfreyjan — samkeppni um íslenska fataframleiðslu          250
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda          150
Önnur verkefni og styrkir lægri en 80 þús. kr. (12)          580
     Samtals          7.912