Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 928  —  308. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um ráðstöfun fasteigna í eigu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

    Svör við fyrirspurn þessari eru byggð á upplýsingum frá Landsbanka Íslands hf. og Bún­aðarbanka Íslands hf. Hefur ráðuneytið leitað staðfestingar ríkisendurskoðanda á upplýsing­unum, en hann er endurskoðandi bankanna og hafði auk þess yfirumsjón með lokauppgjöri ríkisviðskiptabankanna. Það er álit ríkisendurskoðanda að upplýsingarnar séu áreiðanlegar og í samræmi við þær spurningar sem fyrir voru lagðar.
    Það skal sérstaklega tekið fram að Búnaðarbanki Íslands hf. og Landsbanki Íslands hf. eru sjálfstæð fyrirtæki í eigu ríkisins og þúsunda einkaaðila og sem starfa á samkeppnis­grundvelli. Því er ekki unnt að krefjast þess að samráð sé þeirra á milli við öflun og úr­vinnslu upplýsinga til að svara fyrirspurn þessari. Uppsetning og efni upplýsinganna frá hvorum aðila fyrir sig eru því ekki samræmd. Ráðuneytið reyndi þó að beita sér fyrir því eftir bestu getu að upplýsingarnar væru eins samræmdar og kostur var til að tryggja skýrleika þeirra.
    Frá og með 1. janúar 1998 tóku bankarnir til starfa sem hlutafélög. Svör við umbeðnum upplýsingum ná því aðeins til ársloka 1997.
    Þá skal tekið fram að fyrirspurn þessi lýtur að mjög viðamiklum og óaðgengilegum upp­lýsingum. Mikil og tímafrek vinna hefur af þeim sökum farið í að afla þeirra, m.a. í útibúum bankanna, ýmsum deildum þeirra, lögmannsstofum og sýslumannsembættum. Sá dráttur sem orðið hefur á svari skýrist af því.
    Með hliðsjón af framangreindu eru eftirfarandi svör veitt við einstökum liðum fyrirspurn­arinnar.

     1.      Hve margar fasteignir hafa Landsbanki annars vegar og Búnaðarbanki hins vegar eignast árlega á uppboðum vegna vangoldinna krafna á einstaklinga annars vegar og lögaðila hins vegar og hvert er sundurliðað verðmæti þeirra, skipt eftir síðustu átta árum?

Landsbanki Íslands hf.
    
Á meðfylgjandi töflu eru umbeðnar upplýsingar fyrir árin 1991–97. Árið 1991 var af hálfu bankans skilið sem fyrsta árið sem upplýsinga var óskað um. Bent skal á að þær tölur sem hér eru gefnar eru raunverulegt söluverð seldra eigna en matsverð á þeim eignum sem enn eru í eigu bankans. Jafnframt skal tekið fram að upplýsingarnar eru einskorðaðar við eignir sem bankinn hefur eignast á uppboðum en ekki eru taldar til eignir sem bankinn hefur leyst til sín t.d. með samkomulagi við skuldara.


Tafla 1.

Ár Tegund Fjöldi Fjárhæð, þús. kr.
1991
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
33
30
195.420
210.600
1992
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
37
30
264.858
262.035
1993
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
48
29
421.586
245.324
1994
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
39
22
275.080
192.698
1995
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
36
21
221.250
176.506
1996
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
33
28
215.350
152.337
1997
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
20
14
87.800
195.140
Samandregið
Einstaklingar og sjálfstæðir atvinnurekendur

Fyrirtæki
246
174
1.681.344
1.434.640
Heildin
420 3.115.984

Búnaðarbanki Íslands hf.
    
Mat Búnaðarbanka Íslands hf. á verðmæti fasteigna er tvíþætt. Annars vegar er söluvirði þeirra eigna sem bankinn hefur þegar selt og hins vegar áætlað markaðsvirði óseldra eigna eins og það er fært í bókum bankans. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum heldur eignaum­sýsla bankans utan um allar eignir, þar með taldar uppboðseignir. Unnt er að nálgast þessar upplýsingar í undirkerfi eignaumsýslunnar en ekki er bein tenging úr því í aðalbókhald bank­ans. Það setur áreiðanleika upplýsinganna ákveðnar skorður.

Tafla 2.

Ár

Tegund
Fjöldi Fjárhæð, kr.
1991
Einstaklingar

Lögaðilar
12
13
66.565.000
227.007.266
1992
Einstaklingar

Lögaðilar
21
11
258.670.000
127.674.700
1993
Einstaklingar

Lögaðilar
29
10
239.045.000
190.369.500
1994
Einstaklingar

Lögaðilar
23
6
157.931.500
71.950.000
1995
Einstaklingar

Lögaðilar
21
8
157.480.919
130.100.000
1996
Einstaklingar

Lögaðilar
22
3
157.500.000
8.100.000
1997
Einstaklingar

Lögaðilar
13
11
89.005.296
78.000.000
Samandregið
Einstaklingar

Lögaðilar
141
62
1.126.197.715
833.201.466
Heildin
203 1.959.399.181

     2.      Hvaða reglur gilda um endursölu fasteigna, sbr. 1. lið, eða leigu þeirra sé um það að ræða og eru þær auglýstar sérstaklega þegar um er að ræða sölu eða leigu?

Landsbanki Íslands hf.
    
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka Íslands hf. var sú regla sett 14. mars 1996 innan bankans að allar uppboðseignir skyldu fengnar eignarhaldsfélögum bankans til sölumeðferð­ar. Fasteignir voru þannig yfirteknar af eignarhaldsfélagi sem bar heitið Rekstrarfélagið hf. og gerði útlánastýring bankans samning við það um yfirtöku eignanna. Yfirtökuverð var miðað við staðgreiðsluverð sem nam 85% af áætluðu markaðsvirði. Markaðsvirði var metið af löggiltum fasteignasala. Þegar ástæða þótti til var fengið álit tveggja löggiltra fasteigna­sala.
    Almenna reglan af hálfu Rekstrarfélagsins hf. var sú að fasteignasölur voru fengnar til að annast sölu fasteigna og voru þær þá auglýstar eins og almennt tíðkast á fasteignamark­aði. Ef ekki náðist að selja eignir á viðunandi verði innan hæfilegs tíma var leitað eftir leigj­endum en sölutilraunum jafnframt haldið áfram. Leigusamningar voru einnig gerðir tíma­bundið við uppboðsþola í vissum tilfellum, sem var í raun frestur til að rýma húsnæðið. Sam­kvæmt upplýsingum frá bankanum eru eðlileg viðskiptasjónarmið látin ráða við mat á hvort og þá hvenær sala fer fram og hvort eign er leigð út. Í undantekningartilvikum hafa vanskila­eignir verið nýttar undir starfsemi Landsbankans ef þær hafa þótt henta til þess.

Búnaðarbanki Íslands hf.
    
Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarbankanum segir í reglum um umsjón uppboðseigna í eigu bankans frá 16. apríl 1993 svo orðrétt: „Eftir að Eignaumsýsla hefur móttekið greinar­gerð um að eign hafi verið slegin bankanum á uppboði er hún á ábyrgð Eignaumsýslu, sem hefur með sölu eða leigu eignarinnar að gera.“
    Samkvæmt upplýsingum bankans er hann með þjónustusamning við eina fasteignasölu, sem veitir honum víðtæka upplýsingaþjónustu og sér um sölu fyrstu þrjá til fjóra sölumánuð­ina. Árlega selur á annan tug fasteignasala eignir fyrir bankann. Fasteignasölurnar sjá um að auglýsa eignirnar, að jafnaði tvisvar í mánuði. Eignirnar eru almennt ekki leigðar út og bankinn auglýsir ekki eftir leigjendum. Bankinn hefur í sumum tilfellum leigt fyrri eigendum tímabundið og einnig hefur komið til leiga ef fyrirsjáanlegir eru erfiðleikar með sölu eignar­innar. Hefur bankinn í slíkum tilvikum í huga ákvæði 45. gr. laga nr. 113/1996, um við­skiptabanka og sparisjóði, en þar kemur fram að eignir skuli seldar jafnskjótt og það er talið hagkvæmt að mati bankastjórnar.

     3.      Hver hefur verið mismunur á uppboðsverði og söluverði fasteigna í eigu hvors banka um sig á árunum 1995–97 og til 1. desember 1998, sundurliðað eftir eignum, lögaðil­um og einstaklingum, og hverjar hafa leigutekjur verið, sundurliðað á sama hátt?

Landsbanki Íslands hf.
    
Í svari Landsbanka Íslands hf. til ráðuneytisins kemur fram að bankinn telji sér ekki heimilt að veita upplýsingar undir þessum lið sundurliðaðar eftir eignum, með vísan til þess að með slíkri sundurliðun væru gefnar upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstakra við­skiptavina bankans þar sem auðvelt væri að komast að því hver hefði átt viðkomandi eign. Landsbankanum sé því á grundvelli 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og spari­sjóði, óheimilt að svara þessari spurningu. Þar að auki séu slíkar sundurliðaðar upplýsingar viðkvæmar með tilliti til viðskiptasjónarmiða.
    Meðfylgjandi eru heildartölur frá Landsbankanum um mismun á kaup- og söluverði eigna fyrir hvert umbeðið ár, sundurliðaðar eftir einstaklingum og lögaðilum. Kaupverð eigna er hér almennt uppboðsverð að viðbættum eftirstöðvum þeirrar kröfu sem hvíldi á viðkomandi eign og ekki greiddist af uppboðsverði. Inni í tölunni er þó einnig kaupverð eigna sem fengist hafa í makaskiptasamningum og þeirra eigna sem bankinn hefur leyst til sín með samningum við skuldara. Bent er á að eftirfarandi tafla hefur að geyma heildarsöluverð eigna sem seldar eru á viðkomandi ári og kaupverð sömu eigna, en eðlilega þarf ekki að vera um það að ræða að viðkomandi eign hafi verið keypt sama ár og hún var seld.

Tafla 3.

Landsbanki Íslands hf.     

Eignir keyptar á uppboðum 1995–97 og mismunur á kaupverði og söluverði.

Árið 1995 Árið 1996 Árið 1997 Samtals
Fjöldi Upphæð Fjöldi Upphæð Fjöldi Upphæð Fjöldi Upphæð
Einstaklingar 36 -63.659 33 -62.253 20 -6.716 89 -132.628
Fyrirtæki 21 -143.090 28 -108.752 14 -129.599 63 -381.440
Samtals 57 -206.748 61 -171.005 34 -136.315 152 -514.068

    Í svari bankans til ráðuneytisins kemur fram að upplýsingar um heildarleigutekjur séu ekki aðgengilegar fyrir það tímabil sem spurt er um. Þessar upplýsingar hafi einungis að litl­um hluta verið færðar miðlægt og umtalsverða vinnu þyrfti til að taka þær saman nákvæm­lega.

Búnaðarbanki Íslands hf.
    
Bankinn fór yfir uppboðseignir sem seldar voru á árunum 1995–97. Með uppboðsverði eða kaupverði bankans er átt við samtölu þeirra krafna sem bankinn þarf að standa skil á og hvíla á eigninni, bæði til annarra kröfuhafa og krafna bankans er lenda aftan við þann veðrétt sem bankanum er slegin eignin á. Við sölu eignarinnar er síðan bókfært endanlegt tap eða hagnaður á afskriftarreikning.

Tafla 4.
Ár Hagnaður/tap Leigutekjur Einstaklingar/
lögaðilar
Fjöldi
eigna
Tegund eigna
1995 -14.043.936 606.067 Einstaklingar 21
Íbúðarhúsnæði
14

Býli
3

Atvinnuhúsnæði
4
-10.276.653 920.294 Lögaðilar 11 Íbúðarhúsnæði
3

Býli
2

Atvinnuhúsnæði
6
1996 -15.328.000 312.875 Einstaklingar 24 Íbúðarhúsnæði
20

Býli
2

Atvinnuhúsnæði
2
-7.788.354 429.875 Lögaðilar 6 Íbúðarhúsnæði
2

Atvinnuhúsnæði
4
1997 -10.044.883 862.869 Einstaklingar 23 Íbúðarhúsnæði
19

Býli
4
-33.260.843 317.409 Lögaðilar 9 Íbúðarhúsnæði
4

Atvinnuhúsnæði
5
Heildin -90.742.669 3.449.389 94
     4.      Hve oft var um að ræða fjárnámsaðgerðir vegna vanskila síðastliðin þrjú ár, annars vegar hjá einstaklingum og hins vegar lögaðilum?

Landsbanki Íslands hf.
    
Í Landsbankanum eru ekki aðgengilegar upplýsingar um þetta. Hér er því eingöngu um að ræða fjölda fjárnámsbeiðna sem ritaðar hafa verið af lögfræðideild Landsbankans en ekki liggja fyrir upplýsingar frá einstökum lögmannsstofum sem önnuðust innheimtur fyrir bank­ann eða einstök útibú hans á þessu tímabili. Þann fyrirvara verður þó að setja við þessar töl­ur að hér er um að ræða fjölda fjárnámsbeiðna sem sendar hafa verið en tölur liggja ekki fyr­ir um fjölda fjárnámsaðgerða sem gerðar voru á grundvelli beiðnanna.
    Í meðfylgjandi töflu eru umbeðnar upplýsingar. Tekið skal fram að einstaklingar með sjálfstæðan rekstur eru hér taldir með einstaklingum líkt og að framan.

Tafla 5.
Ár Einstaklingar/lögaðilar Fjöldi
1995
Einstaklingar

Lögaðilar
286
117
1996
Einstaklingar

Lögaðilar
278
103
1997
Einstaklingar

Lögaðilar
291
45

Búnaðarbanki Íslands hf.
    
Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarbankanum sér lögfræðideild bankans ásamt sjö lögmannsstofum um lögfræðiinnheimtu fyrir bankann. Í svari bankans kemur fram að mjög erfitt sé að nálgast upplýsingar um þennan lið nema með mikilli vinnu og tilkostnaði. Upplýsingar um þetta atriði séu með öðrum orðum ekki aðgengilegar í bankanum. Af þeim sökum var ekki mögulegt að taka saman tölulegar upplýsingar fyrir önnur ár en 1997. Þá skal tekið fram að bankanum bárust ekki svör frá hluta þeirra lögmanna sem vinna fyrir bankann við innheimtu (þremur lögmannsstofum). Í töflu nr. 6 eru upplýsingar frá lögfræðideild bankans, en í töfl­um nr. 7–10 frá lögmannsstofum sem innheimta fyrir bankann.

Tafla 6.

1997 Einstaklingar/lögaðilar Fjöldi
Fjöldi beiðna
Einstaklingar

Lögaðilar
454
72
Lokið með fjárnámi í eign
Einstaklingar

Lögaðilar
71
11
Lokið með árangurslausu fjárnámi
Einstaklingar

Lögaðilar
149
36
Annað (afturkallað)
Einstaklingar

Lögaðilar
234
25


Töflur 7–10.

1995 1996 1997
Fjöldi beiðna 72 19 14
Lokið með fjárnámi í eign 17 6 3
Lokið með árangurslausu fjárnámi 27 10 4
Annað (afturkallað) 28 3 7


1995 1996 1997
Einstakl. Lögaðilar Einstakl. Lögaðilar Einstakl. Lögaðilar
Fjöldi beiðna 9 10 4 1
Lokið með fjárnámi í eign 8 8 3 1
Lokið með árangurslausu fjárnámi 1 2 1
Annað (afturkallað)


1995–97
Fjöldi beiðna
Lokið með fjárnámi í eign 65
Lokið með árangurslausu fjárnámi 29
Annað (afturkallað)


1996–97
Fjöldi beiðna
Lokið með fjárnámi í eign 6
Lokið með árangurslausu fjárnámi 5
Annað (afturkallað)