Ferill 587. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 981  —  587. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um húshitunarkostnað.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.



     1.      Hvernig hefur þróun rafhitunarkostnaðar verið frá því að niðurgreiðslur á rafhitun hófust 1982?
     2.      Hvaða breytingar urðu á rafhitunarkostnaði með auknum fjárveitingum til niðurgreiðslna á þessu ári (á kwst. og staðalíbúðarhúsnæði)?
     3.      Hvaða munur er á kostnaði við hitun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, á veitusvæði Rariks og á veitusvæði Orkubús Vestfjarða?
     4.      Hver yrði viðbótarkostnaður ef hámark niðurgreiðslna yrði miðað við 35.000kwst. í stað 30.000 kwst. eins og nú er?
     5.      Hyggst ráðherra breyta reglum um hámark niðurgreiðslna?
     6.      Hver yrði kostnaðurinn ef reglur um hámark niðurgreiðslna yrðu felldar niður?


Skriflegt svar óskast.