Ferill 591. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 987  —  591. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 137/1998, um breyting á lögum um Útflutningsráð Íslands, nr. 114/1990, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.

    2. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með breytingum sem voru gerðar á lögum um Útflutningsráð Íslands í lok árs 1998 var gerð breyting á gjaldstofni markaðsgjalds. Er nú miðað við gjaldstofn til greiðslu trygginga­gjalds, þ.e. laun í stað virðisaukaskattsskyldrar og undanþeginnar veltu. Þannig er gjaldið innheimt samtímis með staðgreiðslu í stað eftirágreiðslu áður. Því er lagt til að felld verði brott 2. mgr. 7. gr. breytingalaganna til að koma í veg fyrir tvöfalda innheimtu markaðsgjalds á árinu 1999. Skerðir þetta fyrirkomulag á engan hátt tekjur Útflutningsráðs Íslands.