Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1016  —  595. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um örorkulífeyri og launatekjur.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hver verður örorkulífeyrir, svo og aðrar bætur, 25 ára manns sem verður 100% öryrki, miðað við að hann hafi eftirfarandi mánaðarlaun:
                  a.      80.000 kr.,
                  b.      120. 000 kr.,
                  c.      160.000 kr.,
                  d.      200.000 kr.
        og hafi í fimm ár greitt iðgjald af tekjum sínum í lífeyrissjóð, búi einn í leiguíbúð og borgi 35.000 kr. í leigu á mánuði?
            Svar óskast sundurliðað þannig:
                  a.      Örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði (t.d. Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóðnum Framsýn).
                  b.      Örorkulífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót frá Tryggingastofnun ríkisins.
                  c.      Húsaleigubætur frá sveitarfélagi.
     2.      Hvernig breytast ráðstöfunartekjur þessa manns fyrir tekjuskatt og eftir tekjuskatt þegar hann verður 100% öryrki að teknu tilliti til iðgjalds í lífeyrissjóð og félagsgjalds?
     3.      Á hann kost á frekari bótum eða uppbótum frá Tryggingastofnun ríkisins?
     4.      Hvaða kjara nýtur hann sem hann naut ekki áður en hann varð öryrki?
     5.      Hvaða kostnaður fellur að jafnaði á einstakling eftir að hann verður öryrki og hvaða kostnaðarliðir minnka eða hverfa?


Skriflegt svar óskast.