Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1140  —  596. mál.



Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um þróun kaupmáttar.

     1.      Hvernig hefur kaupmáttur, þ.e. hækkun umfram neysluverðsvísitölu, eftirfarandi þátta þróast hvert síðustu þriggja kjörtímabila:
                  a.      bóta almannatrygginga (grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar),
                  b.      lífeyris frá lífeyrissjóðum,
                  c.      húsaleigubóta,
                  d.      atvinnuleysisbóta,
                  e.      launa á almennum markaði,
                  f.      launa opinberra starfsmanna,
                  g.      lágmarkslauna?

Bætur almannatrygginga.
    Kaupmáttur grunnlífeyris almannatrygginga:
lækkaði um 16,2% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 6,1% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 10,9% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    Kaupmáttur tekjutryggingar:
lækkaði um 6,4% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 6,1% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 21,9% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    Kaupmáttur heimilisuppbótar:
lækkaði um 11,3% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 6,1% á kjörtímabilinu 1991–95
en hækkaði um 71,4% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    Kaupmáttur sérstakrar heimilisuppbótar:
lækkaði um 8,8% frá því hún kom til 1. september 1987 út kjörtímabilið 1991,
lækkaði um 6,1% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 21,9% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    (Sjá nánar í töflu 5 í viðauka.)

Lífeyrir frá lífeyrissjóðum.
    Kaupmáttur lífeyris almennra lífeyrissjóða:
lækkaði um 15,3% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 2,6% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 0,1% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    Er það í eðlilegu samræmi við almenna verðtryggingu lífeyris frá lífeyrissjóðum sem miðast við verðlag.
    (Sjá nánar í töflu 5 í viðauka.)

Húsaleigubætur.
    Húsaleigubætur voru teknar upp í öllum sveitarfélögum 1. janúar 1998 en áður var það háð ákvörðun einstakra sveitarfélaga hvort slíkar bætur væru greiddar. Þær voru fyrst teknar upp í 28 sveitarfélögum árið 1995. Bótafjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 1995 allt þar til 1. janúar sl. Þá hækkuðu húsaleigubætur um 13%. Frá 1. janúar 1995 til 1. janúar 1999 hækkaði neysluverðsvísitala um 6,8%.

Atvinnuleysisbætur.
    Kaupmáttur atvinnuleysisbóta:
lækkaði um 14,7% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 7,2% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 11,4% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    (Sjá nánar í töflu 5 í viðauka.)

Laun á almennum markaði.
    Kaupmáttur launa á almennum markaði:
lækkaði um 10,6% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 4,3% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 18,5% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    (Sjá nánar í töflu 6 í viðauka.)

Laun opinberra starfsmanna.
    Kaupmáttur launa opinberra starfsmanna og bankamanna:
lækkaði um 14,2% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 1,8% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 29% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    (Sjá nánar í töflu 6 í viðauka.)

Lágmarkslaun.
    Kaupmáttur lágmarkslauna:
lækkaði um 20,1% á kjörtímabilinu 1987–91,
lækkaði um 5,4% á kjörtímabilinu 1991–95,
en hækkaði um 38,6% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár.
    (Sjá nánar í töflu 6 í viðauka.)

     2.      Hefur orðið umtalsverð fjölgun eða fækkun í hópi þeirra sem fá bætur, laun eða lífeyri, sbr. a–g-lið 1. tölul.?
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda einstaklinga sem talið hafa fram laun, greiðslur frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum frá 1988–97.


Laun og starfstengdar greiðslur Greiðslur frá Trygginga-stofnun Greiðslur frá lífeyrissjóðum Atvinnu-
leysis-
bætur
1988 140.497 41.222 20.365
1989 142.380 42.530 21.718
1990 143.503 44.943 23.121
1991 144.986 46.071 24.544
1992 145.481 47.365 25.801
1993 145.866 46.872 27.116
1994 147.190 47.613 28.161
1995 147.225 47.779 29.204 17.350
1996 148.186 44.376 30.099 14.857
1997 150.471 45.085 31.103 12.409

    Þannig fjölgaði launþegum um rúmlega 7% á tímabilinu 1988–97, þeim sem þiggja greiðslur frá Tryggingastofnun fjölgaði um rúmlega 9% á sama tímabili og þeim sem fá lífeyrisgreiðslur fjölgaði um tæp 53%. Atvinnuleysisbætur voru ekki færðar sem sér liður á skattframtali fyrr en 1995. Taka ber fram að fjölmargir fá bætur um skamma hríð, en skráð atvinnuleysi er umreiknað miðað við ársverk. Þetta skýrir það að atvinnuleysisbótaþegar eru mun fleiri en nemur fjölda skráðra atvinnulausra.

     3.      Hafa nýjar tegundir bóta bæst við eða eldri fallið brott á tímabilinu, sbr. 1. tölul?
    Þegar litið er yfir síðustu tólf ár er viðbúið að ýmsar breytingar hafi orðið á bótaflokkum, en ekki eru tök á neinu tæmandi yfirliti hér. Á sviði almannatrygginga má nefna sérstaka heimilisuppbót sem tekin var upp í september 1987, umönnunarbætur voru fluttar frá málefnum fatlaðra til almannatrygginga árið 1991. Þá má nefna húsaleigubætur sem byrjað var að greiða 1995.

     4.      Hvaða hópar njóta húsaleigubóta og í hvaða hlutföllum?
    Upplýsingar eru eingöngu til fyrir Reykjavík. Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu milli helstu hópa á árinu 1997. Tekið skal fram að þessar upplýsingar eru misvísandi þegar um hjón eða sambýlisfólk er að ræða þar sem skráð er félagsstaða þess sem um bæturnar sækir. Það skýrir m.a. fjölda heimavinnandi.


Fjöldi
Hlutfallsleg skipting
Nemendur 1.112 34,4
Öryrkjar 403 12,5
Ellilífeyrisþegar 145 4,4
Heimavinnandi 29 0,9
Atvinnulausir 374 11,6
Í atvinnu 1.166 36,1
Samtals 3.229 99,9


Viðauki.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.