Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1141 — 595. mál.
Svar
forsætisráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um örorkulífeyri og launatekjur.
1. Hver verður örorkulífeyrir, svo og aðrar bætur, 25 ára manns sem verður 100% öryrki, miðað við að hann hafi eftirfarandi mánaðarlaun:
a. 80.000 kr.,
b. 120. 000 kr.,
c. 160.000 kr.,
d. 200.000 kr.
og hafi í fimm ár greitt iðgjald af tekjum sínum í lífeyrissjóð, búi einn í leiguíbúð og borgi 35.000 kr. í leigu á mánuði?
Svar óskast sundurliðað þannig:
a. Örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði (t.d. Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóðnum Framsýn).
b. Örorkulífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót frá Tryggingastofnun ríkisins.
c. Húsaleigubætur frá sveitarfélagi.
2. Hvernig breytast ráðstöfunartekjur þessa manns fyrir tekjuskatt og eftir tekjuskatt þegar hann verður 100% öryrki að teknu tilliti til iðgjalds í lífeyrissjóð og félagsgjalds?
Svör við 1. og 2. lið, um mánaðarlegar tekjur þess manns sem um ræðir, má sjá í eftirfarandi töflum.
Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu
Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu
Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu
Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu
Eins og fram kemur í töflunum munu ráðstöfunartekjur manns, sem fyrir örorku var með 80.000 kr. brúttómánaðartekjur, aukast um 16–17% við að hljóta 100% örorku. Hins vegar munu ráðstöfunartekjur manns, sem fyrir örorku hafði 120.000 kr. brúttómánaðartekjur eða hærri, lækka nokkuð við örorku. Þannig mun t.d. sá sem fyrir örorku hafði 200.000 kr. brúttómánaðartekjur hafa 78–83% fyrri ráðstöfunartekna við örorku, eftir því hvorn lífeyrissjóðinn hann greiddi í.
Til samanburðar voru reiknaðar ráðstöfunartekjur einstaklings sem aldrei hafði verið á vinnumarkaði og því ekki greitt til lífeyrissjóðs en hann væri með 75.878 kr. til ráðstöfunar fyrir skatta en 70.115 kr. eftir skatta. Er það ákveðið lágmark.
3. Á hann kost á frekari bótum eða uppbótum frá Tryggingastofnun ríkisins?
Frekari uppbætur er heimilt að greiða í eftirfarandi tilfellum:
— Vegna mikils umönnunarkostnaðar, sem heimilishjálp eða aðrir opinberar aðilar greiða ekki. Þegar verulega fatlaður einstaklingur á í hlut getur slíkur kostnaður numið nokkrum milljónum króna á ári.
— Vegna verulegs sjúkra- eða lyfjakostnaðar sem sjúkratryggingar greiða ekki.
— Vegna húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta.
— Vegna vistunarkostnaður á dvalarheimilum, stofnunum, sambýlum og áfangastöðum.
— Að auki á hann rétt á að sækja um bifreiðastyrk og bensínstyrk, sé hann hreyfihamlaður, og á rétt á öllum þeim hjálpartækjum sem hann þarf á að halda.
4. Hvaða kjara nýtur hann sem hann naut ekki áður en hann varð öryrki?
Hann nýtur sömu kjara og lífeyrisþegar almennt, til dæmis tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar auk grunnlífeyris. Þá veita sveitarfélög ýmsa aðstoð, til dæmis afslætti af fasteignagjöldum eða félagsaðstoð. Að auki er fjöldi fyrirtækja og stofnana sem veita lífeyrisþegum afslátt af þjónustu sinni, svo sem sundstaðir, strætisvagnar, flugfélög og leikhús. Enn fremur eru veittar sérstakar uppbætur vegna lyfja- og lækniskostnaðar. Þannig greiða handhafar örorkuskírteina þriðjung lækniskostnaðar og einn níunda hluta þess kostnaðar sem fer fram yfir 3.000 kr. á mánuði. Eins njóta öryrkjar betri kjara við endurhæfingu og geta fengið sérstakan endurhæfingarlífeyri.
5. Hvaða kostnaður fellur að jafnaði á einstakling eftir að hann verður öryrki og hvaða kostnaðarliðir minnka eða hverfa?
Kostnaður öryrkja getur orðið töluverður vegna örorku þeirra. Reynt er að koma til móts við öryrkja með lægri lyfja- og lækniskostnaði og lægri þjálfunarkostnaði. Í mörgum tilfellum fellur niður kostnaður í sambandi við vinnu sem öryrkinn getur ekki eða lítt stundað. Þar má nefna ferðakostnað, fatakostnað o.fl.