Ferill 608. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1143  —  608. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um jöfnun námskostnaðar.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.



     1.      Hver hefur árleg hækkun á „jöfnun námskostnaðar“ verið á nemanda frá árinu 1995, hlutfallslega og í krónum talið, skipt eftir:
                  a.      ferðastyrkjum,
                  b.      dvalarstyrkjum?
     2.      Hver er upphæð þessara styrkja nú og hvað má reikna með að hún sé hátt hlutfall framfærslukostnaðar nemenda?
     3.      Hvaða reglur eru lagðar til grundvallar við úthlutun þessara styrkja?


Skriflegt svar óskast.