Rannsókn kjörbréfa

Þriðjudaginn 08. júní 1999, kl. 15:03:28 (4)

1999-06-08 15:03:28# 124. lþ. 0.5 fundur 11#B rannsókn kjörbréfa#, EKG
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 124. lþ.

[15:03]

Frsm. kjörbn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf þau sem landskjörstjórn gaf út 21. maí sl. í samræmi við úrslit alþingiskosninga sem fóru fram 8. maí sl. Enn fremur hefur nefndinni borist bréf frá dómsmrn. dags. 3. júní sl. Með því var sendur í innsigluðu umslagi ágreiningsseðill úr Reykjaneskjördæmi ásamt endurriti úr gerðabók yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis.

Yfirkjörstjórn Reykneskjördæmis var sammála um að seðillinn væri ógildur. Meiri hluti nefndarmanna telur að seðillinn sé gildur en minni hluti nefndarmanna telur að staðfesta eigi úrskurð yfirkjörstjórnar. Nefndin hefur gengið úr skugga um að niðurstaða meiri hlutans breytir engu um úrslit kosninganna. Aðrir ágreiningsseðlar voru ekki og engar kosningakærur hafa borist.

Nefndin leggur einróma til í samræmi við 46. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 1. gr. sbr. 5. gr. þingskapa að kjörbréf eftirfarandi aðalmanna og varamanna verði samþykkt eins og greint er frá á skjali sem nú er verið að dreifa.

Undir þetta rita eftirtaldir hv. þm.: Einar K. Guðfinnsson, formaður, frsm., Össur Skarphéðinsson, Valgerður Sverrisdóttir, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Hallvarðsson, Ögmundur Jónasson, Jóhanna Sigurðardóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Jón Kristjánsson.