Varamenn taka þingsæti

Þriðjudaginn 08. júní 1999, kl. 15:12:00 (6)

1999-06-08 15:12:00# 124. lþ. 0.6 fundur 5#B varamenn taka þingsæti#, Aldursforseti HÁs
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 124. lþ.

[15:12]

Aldursforseti (Halldór Ásgrímsson):

Borist hafa eftirfarandi bréf um innkomu varaþingmanna: Hið fyrsta hljóðar svo:

,,Þar sem ég get ekki vegna veikinda sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að varaþingmaður Framsfl. í Norðurl. v., Árni Gunnarsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Páll Pétursson, 2. þm. Norðurl. v.``

Annað bréf hljóðar svo:

,,Þar sem Sighvatur Björgvinsson, 2. þm. Vestf., getur ekki vegna veikinda sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að varaþingmaður Samfylkingarinnar í Vestf., Karl V. Matthíasson sóknarprestur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar.``

Þriðja bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem Tómas Ingi Olrich, 5. þm. Norðurl. e., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varaþingmaður Sjálfstfl. í Norðurl. e., Ásgeir Logi Ásgeirsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans en 1. varaþingmaður listans í kjördæminu getur ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni og hefur sent bréf þar að lútandi.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Sigríður Anna Þórðardóttir,

formaður þingflokks Sjálfstfl.``

Kjörbréf Árna Gunnarssonar, Ásgeirs Loga Ásgeirssonar og Karls V. Matthíassonar hafa þegar verið samþykkt og býð ég þá aftur velkomna til starfa.