Afbrigði um dagskrármál

Þriðjudaginn 08. júní 1999, kl. 15:26:18 (12)

1999-06-08 15:26:18# 124. lþ. 0.9 fundur 13#B afbrigði um dagskrármál# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 124. lþ.

[15:26]

Forseti (Halldór Blöndal):

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þingskapa skal fara fram kosning sex varaforseta. Það er tillaga forseta að að þessu sinni verði einungis kjörnir fjórir varaforsetar. Leita þarf afbrigða frá þingsköpum um að kosning 5. og 6. varaforseta fari ekki fram að svo stöddu og skoðast þau samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Leita þarf afbrigða frá þingsköpum þar sem samkomulag er milli þingflokka um annan ræðutíma í umræðum um stefnuræðu forsrh. en kveðið er á um í 2. mgr. 73. gr. þingskapa, þ.e. að umferðir verði þrjár, 12 mínútur, 6 mínútur og 6 mínútur. Skoðast afbrigðin samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.