Tilkynning um kosningu embættismanna fastanefnda

Fimmtudaginn 10. júní 1999, kl. 10:30:23 (36)

1999-06-10 10:30:23# 124. lþ. 2.92 fundur 20#B tilkynning um kosningu embættismanna fastanefnda#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 124. lþ.

[10:30]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa tilkynningar um formennsku í nefndum. Á fundi heilbr.- og trn. í dag var Valgerður Sverrisdóttir kjörin formaður nefndarinnar og Lára Margrét Ragnarsdóttir varaformaður.

Á fundi fjárln. í dag var Jón Kristjánsson kjörinn formaður nefndarinnar og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður.

Á fundi utanrmn. var Tómas Ingi Olrich kjörinn formaður nefndarinnar og Jón Kristjánsson varaformaður.

Á fundi efh.- og viðskn. í dag var Vilhjálmur Egilsson kjörinn formaður nefndarinnar og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður.

Á fundi sjútvn. í dag var Einar K. Guðfinnsson kjörinn formaður nefndarinnar og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður.

Á fundi allshn. í dag var Þorgerður K. Gunnarsdóttir kjörin formaður nefndarinnar og Valgerður Sverrisdóttir varaformaður.

Á fundi samgn. miðvikudaginn 9. júní var Árni Johnsen kjörinn formaður nefndarinnar og Hjálmar Árnason varaformaður.

Á fundi landbn. í dag var Hjálmar Jónsson kjörinn formaður nefndarinnar og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður.

Á fundi iðnn. í dag var Hjálmar Árnason kjörinn formaður nefndarinnar og Guðjón Guðmundsson varaformaður.

Á fundi menntmn. í dag var Sigríður A. Þórðardóttir kjörin formaður nefndarinnar og Ólafur Örn Haraldsson varaformaður.

Á fundi félmn. í dag var Arnbjörg Sveinsdóttir kjörin formaður nefndarinnar og Ólafur Örn Haraldsson varaformaður.

Á fundi umhvn. í dag var Ólafur Örn Haraldsson kjörinn formaður nefndarinnar og Kristján Pálsson varaformaður.