1999-06-10 14:54:08# 124. lþ. 2.2 fundur 2. mál: #A samningur milli Íslands, Noregs og Rússlands um þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs# þál., ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 124. lþ.

[14:54]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér er tekin til umræðu milliríkjasamningur á sviði sjávarútvegsmála. Ég vek athygli Alþingis á því að hæstv. sjútvrh. er ekki til staðar þegar umræðan fer fram. Hann mun vera í útlöndum. Ég geri mér grein fyrir því að þetta mál er á forræði hæstv. utanrrh. og eftir því sem fregnir herma mun hann vera á förum úr landi eftir helgina þannig að þeir verða hér hvorugur á sama tíma. Ég vek athygli þingsins á því að hæstv. ráðherrar sýna Alþingi ekki þá virðingu að vera til staðar og skipuleggja tíma sinn þannig að þeir geti verið báðir við þá umræðu sem hér fer í hönd.

Ég vil mótmæla þessum vinnubrögðum og þessari framkomu við Alþingi.