Rekstrarstaða heilbrigðisstofnana

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:42:51 (148)

1999-06-14 13:42:51# 124. lþ. 4.1 fundur 48#B rekstrarstaða heilbrigðisstofnana# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:42]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég verð að segja að mér finnst hæstv. heilbrrh. vera svolítið fjarri því að vera kunnugt um stöðuna á heilbrigðisstofnununum núna. Það er einn og hálfur mánuður síðan í ljós kom, hjá sjúkrastofnunum í Reykjavík, að það horfði í 1.300 millj. kr. vanda --- bara hér í Reykjavík. Það er vitað að á hverri stofnun á fætur annarri blasir við vandi frá 5 millj. til 70 eða 80 millj. kr., á hinum minni stofnunum en enn meira t.d. á Akureyri. Ég hélt að það væri það mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Þetta lá hreinlega fyrir og það fyrir nokkru síðan. Mér þykir miður að fá ekki skýrari svör um þessa stöðu. Ég tel ástæðu til að gera fjárln. grein fyrir stöðu málsins og það á næstu dögum, ekki næstu mánuðuðum eða vikum. Það þarf að bregðast við.