Skólastjórastöður í Vesturbyggð

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:53:44 (155)

1999-06-14 13:53:44# 124. lþ. 4.1 fundur 50#B skólastjórastöður í Vesturbyggð# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:53]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Ég les það úr þeim að þetta mál hafi ekki enn verið tekið til faglegrar umfjöllunar í ráðuneytinu en það muni verða gert og ég treysti því að farið verði að íslenskum grunnskólalögum. Ég sé ekki hvernig önnur leið ætti að vera fær nema það eigi þá á miðju sumri að fara að setja bráðabirgðalög í tengslum við þetta mál til að hægt sé að ráða þessum málum til lykta í þessu byggðarlagi.

En ég treysti því að hæstv. ráðherra sinni eftirlitshlutverki sínu sem hann hefur tvímælalaust samkvæmt lögum með starfsemi grunnskóla og tryggi að þarna verði þessum málum ráðstafað eðlilega.