Uppsagnir grunnskólakennara

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:56:37 (158)

1999-06-14 13:56:37# 124. lþ. 4.1 fundur 51#B uppsagnir grunnskólakennara# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:56]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka ráðherra svarið. Ég ætla að vona að ekki komi til þeirra úrræða ráðuneytisins sem hann nefndi. Ég ætla að vona að grunnskólum landsins verði gert kleift að ráða til sín hæfa kennara. Það þarf greinilega meira fjármagn í reksturinn en gert var ráð fyrir í samningi ríkis og sveitarfélaga í upphafi. Það var uppsafnaður vandi inni í skólakerfinu og þann vanda virðist ekki vera búið að leysa eftir síðustu kjarasamninga.

Ég trúi því að ráðherra og fjmrh. líti til þeirrar stöðu fyrir komandi skólaár.