Fyrirhugaðar heræfingar NATO á Íslandi

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:59:58 (162)

1999-06-14 13:59:58# 124. lþ. 4.1 fundur 52#B fyrirhugaðar heræfingar NATO á Íslandi# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:59]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn þó að mér hefði kannski fundist eðlilegra að hæstv. utanrrh. hefði svarað henni. Heræfingarnar eru ekki á könnu umhvrh. en ég hef einnig tekið eftir þessu og ég tel alveg jafneðlilegt að verjast öfgafullum umhverfisverndarsinnum og öðrum öfgahópum ef þeir eru sannanlega öfgahópar. En ég vil alls ekki taka undir að umhverfisverndarsinnar eða þau samtök séu eitthvað frekar öfgasinnuð, alls ekki ef það var það sem fólst í fyrirspurninni. Ég get ekki neitt gagnrýnt þessar heræfingar.