Fyrirhugaðar heræfingar NATO á Íslandi

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 14:00:50 (163)

1999-06-14 14:00:50# 124. lþ. 4.1 fundur 52#B fyrirhugaðar heræfingar NATO á Íslandi# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[14:00]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Mér þykir leitt að heyra að umhvrh. skuli ekki geta gagnrýnt þessar heræfingar. Ég vil aðeins í örfáum orðum segja að Íslendingar eiga annað skilið að mínu mati frá hernaðarbandalaginu NATO þegar það kemur til æfinga hér á norðurslóðum en það að það ímyndi sér að það geti ráðist hér gagnvart öfgafullum umhverfisverndarsinnum í hundraðatali. Hér er gert ráð fyrir hundruðum hermanna sem eiga að æfa vopnaburð og guð veit hvað gagnvart umhverfisverndarsinnum.

Mér hefði fundist eðlilegt að hæstv. umhvrh. gerði við þetta athugasemd, bara hugmyndafræðinnar vegna. Að sjálfsögðu tek ég undir það sem umhvrh. segir, að ég hefði beint fyrirspurn minni til utanrrh. einnig ef hann hefði verið hér til staðar. En ég læt þetta nægja nú.