Yfirheyrslur yfir börnum út af kynferðisbrotum

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 14:07:01 (167)

1999-06-14 14:07:01# 124. lþ. 4.1 fundur 53#B yfirheyrslur yfir börnum út af kynferðisbrotum# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[14:07]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Dómsmrh. hefur staðfest það sem ég óttaðist og fram kemur í raun og veru í reglugerð sem sett var núna 4. maí þar sem sagt er að taka eigi skýrslu af brotaþola yngri en 14 ára í sérútbúnu húsnæði ef þess er nokkur kostur og nú er búið að koma því upp. Ég get ekki fallist á að þetta sé sama hugmyndafræði og á bak við Barnahúsið þar sem koma á með barn sem er í þessari skelfilegu aðstöðu í verndað umhverfi Barnahúss. Það á að fara með barnið í dómshús þar sem eitthvert herbergi er með möguleika á viðtalstækni. Það er grundvallarmunur á þessu tvennu og ég get ekki fallist á að þarna gildi sama hugmyndafræði. Að mínu mati er verið að kippa fótunum undan mikilvægri starfsemi Barnahússins þar sem fólk sem hefur sérmenntað sig erlendis til þess að taka þessi viðtöl er í raun sett til hliðar. Ég vil taka það sérstaklega fram að sérhæfð viðtalstækni í rannsóknum á þessum ofurviðkvæmu málum hefur gert það að verkum að kynferðisafbrot hafa upplýst miklu fremur í dag en áður fyrr.