Byggðavandi og staða fiskverkafólks

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 14:27:23 (173)

1999-06-14 14:27:23# 124. lþ. 4.92 fundur 44#B byggðavandi og staða fiskverkafólks# (umræður utan dagskrár), GAK
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[14:27]

Guðjón A. Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Hæstv. sjútvrh. sagði áðan að núverandi stjórnkerfi fiskveiða hefði almennt stuðlað að því að fyrirtæki væru betur rekin og þau stæðu almennt betur. Ég tel að þetta sé talsvert mikið öfugmæli, a.m.k. út frá þeim landshluta sem ég kem frá, Vestfjörðum. Ég tel að útgerð og fiskvinnsla á Vestfjörðum standi alls ekki vel undir því stjórnkerfi sem við búum við og hafi ekki gert í nokkur ár.

Ég vil beina þeirri spurningu til sjútvrh. hvort til greina kæmi að hann mundi ljá máls á tillögu um frjálsar veiðar innan ákveðinnar línu frá viðkomandi fjörðum vegna þess að byggðir Vestfjarða eru eingöngu staðsettar út frá því að auðvelt var að sækja þaðan sjó og reyndar á það við um fjöldamargar aðrar byggðir á landinu sem hafa eingöngu orðið til vegna þess að þaðan var tiltölulega gott að sækja sjó og sækja fisk.

(Forseti (HBl): Hv. þm. á að segja hæstv. sjútvrh.)

Hæstv. sjútvrh.