Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 16:52:20 (210)

1999-06-14 16:52:20# 124. lþ. 4.4 fundur 3. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[16:52]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það liggur alveg fyrir að öll rannsóknarvinna fer fram sem þyrfti að liggja fyrir ef virkjunin færi í lögformlegt umhverfismat eins og hér hefur verið nefnt. Það sem ekki verður gert er að láta þessa vinnu fara í kæruferli sem er væntanlega eingöngu til þess að fresta framkvæmdum. Það hefur ekkert annað gildi í raun en að ákveðið kæruferli fari af stað til að sem flestir komi að sjónarmiðum sínum við þessa ákvörðun. Það er í sjálfu sér gott og gilt. Ég get alveg verið sammála um að það eigi að rannsaka og það er verið að rannsaka. Í sumar er verið að rannsaka þetta svæði vel og það er mjög nauðsynlegt.