Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 17:15:57 (220)

1999-06-14 17:15:57# 124. lþ. 4.4 fundur 3. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[17:15]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Katrín Fjeldsted telur það vera siðferðislega ábyrgð Alþingis að umhverfismat fram fari á Fljótsdalsvirkjun. Ég hlýt að spyrja hvar þessi siðferðislega ábyrgð sé við aðrar framkvæmdir á hálendi Íslands og hvort þingmenn Reykvíkinga hafi séð ástæðu til þess að kalla eftir slíkri siðferðislegri ábyrgð þegar fram hafa farið aðrar framkvæmdir og virkjunarframkvæmdir á hálendinu sunnanlands? Hefur þetta kannski eitthvað með það að gera í hvaða kjördæmi menn eru? Ég hlýt að spyrja að því. Og einnig að því hvað hv. þm. Katrín Fjeldsted ætlar sér að fá fram með slíku umhverfismati.