Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 17:36:47 (231)

1999-06-14 17:36:47# 124. lþ. 4.4 fundur 3. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[17:36]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ljóst er að það er margítrekuð stefna Alþingis og ríkisstjórnar að virkja eigi á Fljótsdal með þeirri undanþágu að það fari ekki í lögformlegt umhverfismat. Og þetta eru engin ný sannindi fyrir hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni sem tók þátt í því ásamt fleiri þingmönnum að samþykkja þetta bráðabirgðaákvæði 1993. Þá samþykkti það hver einasti þingmaður hér inni, nema þeir sem voru fjarstaddir, að Fljótsdalsvirkjun ætti að vera undanþegin lögformlegu umhverfismati. Það er því ekkert nýtt.

Þetta hefur verið stefna Alþingis, ítrekuð stefna ríkisstjórnar og ég styð þá stefnu.