Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 16:42:30 (318)

1999-06-15 16:42:30# 124. lþ. 6.1 fundur 9. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# frv., ÁGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 124. lþ.

[16:42]

Árni Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er bara að benda á að hér er ekki verið að leggja til neinn sparnað, hér er ekki verið að leggja til neinn niðurskurð. Það er bara verið að leggja til auknar lántökur á vegum ríkissjóðs. Því segi ég að það hefði verið meiri mannsbragur að því að leggja þá til að skorið yrði niður í vegamálum um 400 millj. Það er að vísu ekki vinsælt en það hefði átt að fylgja með í frv. ef það hefði átt að hafa eitthvert gildi sem þáttur í aðgerðum til að sporna við verðbólgu. Við spornum ekki við verðbólgu með því að auka skuldasöfnun.