1999-06-15 16:46:05# 124. lþ. 6.2 fundur 2. mál: #A samningur milli Íslands, Noregs og Rússlands um þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs# þál., ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 124. lþ.

[16:46]

Össur Skarphéðinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þegar við ræddum þennan samning fyrir nokkrum dögum vildi svo til að hæstv. sjútvrh. gat ekki verið viðstaddur umræðuna. Hann var staddur erlendis í embættiserindum. Að vísu mætti til umræðunnar starfandi ráðherra, hæstv. fjmrh., en það voru margar spurningar sem lágu eftir sem ekki var búið að svara þegar umræðunni lauk. Þess vegna spyr ég hæstv. forseta hvort hæstv. sjútvrh. muni ekki vera viðstaddur umræðuna vegna þess að við þingmenn Samfylkingarinnar a.m.k. höfum nokkrar spurningar til hans sem varða útfærslu samningsins innan lands sem við vildum gjarnan fá svarað hér.