Afgreiðsla umhverfisnefndar á þáltill. um Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 16. júní 1999, kl. 10:48:42 (346)

1999-06-16 10:48:42# 124. lþ. 7.93 fundur 68#B afgreiðsla umhverfisnefndar á þáltill. um Fljótsdalsvirkjun# (aths. um störf þingsins), Flm. KolH
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 124. lþ.

[10:48]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þeim hv. þingmönnum sem hér hafa komið og lagt orð í belg í þessu máli. Ég tel málið vera einfalt. Ég tel okkur eiga hér tækifæri til að leggja okkar lóð á vogarskálina í einföldu máli sem búið er að fá mikla umfjöllun undanfarin tvö ár í þinginu og í umhvn.

Og í ljósi þeirra háværu radda sem nú heyrast í samfélaginu þessa dagana, þessa stundina, þá hefði ég talið það lýðræðislegan rétt og lýðræðislegan framgangsmáta að Alþingi fengi tækifæri til að láta vilja sinn í ljós hér í dag. Ég tel fólk eiga almennt rétt á því að vita núna vilja þingsins í þessu máli.

En ég þakka umræðuna og lýk máli mínu.