Fyrirspurn til félagsmálaráðherra

Miðvikudaginn 16. júní 1999, kl. 10:51:41 (348)

1999-06-16 10:51:41# 124. lþ. 7.98 fundur 69#B fyrirspurn til félagsmálaráðherra# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 124. lþ.

[10:51]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég held að rétt sé að ræða það undir liðnum um fundarstjórn forseta að á dagskrá þessa fundar eru tvær fyrirspurnir en ekki fyrirspurn sem ég lagði fram og var ein af fyrstu þingmálum þessa þings. Hún er til hæstv. félmrh. og varðaði niðurstöður launakönnunar kjararannsóknarnefndar. Þessi fyrirspurn er á þskj. 6, og var 6. mál þingsins. Það hefði því átt að vera nægjanlegur tími til þess fyrir hæstv. félmrh. eða félmrn. að undirbúa svar við þessari fyrirspurn.

Ég vil því spyrja hæstv. forseta hvað valdi því að forseti hefur ekki sett þá fyrirspurn mína á dagskrá þessa fundar.