Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 16. júní 1999, kl. 14:04:01 (394)

1999-06-16 14:04:01# 124. lþ. 8.30 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., KVM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 124. lþ.

[14:04]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Í frv. því sem nú er borið upp til samþykktar er gert ráð fyrir skerðingu á réttindum þeirra sem búa á landsbyggðinni, en hún á nú mjög undir högg að sækja. Að minni hyggju hefði hv. Alþingi fremur átt að leggja fram frv. um endurreisn og vörn landsbyggðarinnar því sú dapurlega staða sem blasir við íbúum sumra sjávarþorpa og sveita gefur ekki tilefni til að veita frv. þessu brautargengi. Ég boða hjásetu.