Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 18:09:12 (3806)

2000-02-01 18:09:12# 125. lþ. 53.1 fundur 272. mál: #A jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla# (heildarlög) frv. 96/2000, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[18:09]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er vandamál eins og hv. þm. segir. Eins og hér hefur komið fram er t.d. frá Sjómannasambandinu, í undantekningartilfellum ef ekki er tilnefndur karl, ekki það að sjómenn séu ekki kvenhollir, það er ekki það, heldur er það að í stéttinni eru fyrst og fremst karlar.

Varðandi Jafnréttisráð er það einhvern veginn svo að tilnefningarnar hljóðuðu upp á að það væru konur. Ég stóð frammi fyrir dálitlum vanda. Ég hafði skipað á sínum tíma formann Jafnréttisráðs sem hefur staðið sig framúrskarandi vel og er kona. Ég teldi mjög mikilvægt að njóta starfskrafta hennar áfram en ég vil jafnframt láta þess getið að varamaður hennar er að sjálfsögðu karl.