Íslenski hrafnastofninn

Miðvikudaginn 02. febrúar 2000, kl. 15:21:11 (3876)

2000-02-02 15:21:11# 125. lþ. 55.9 fundur 169. mál: #A íslenski hrafnastofninn# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 125. lþ.

[15:21]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Sú stofnun sem er aðallega ráðgefandi í þessu er Náttúrufræðistofnun Íslands. Samkvæmt því sem þeir hafa skoðað og sérstaklega þessar rannsóknir í Þingeyjarsýslu gefa þessar rannsóknir vísbendingu um að hrafnastofninn kunni að vera í hættu en að mati stofnunarinnar er þó ekki hægt að segja í hve mikilli hættu stofninn er nema með nánari rannsóknum. Því er lagt til samkvæmt starfsáætlun þeirra að á næstu tveimur árum verði farið í rannsóknir á stofninum á Reykjanesskaganum og við Breiðafjörð þannig að þá og ekki fyrr en þær tölur eru komnar getum við sagt með vissu hvernig ástandið er til að geta gripið til aðgerða.