Banka- og póstafgreiðslur

Miðvikudaginn 02. febrúar 2000, kl. 18:09:45 (3895)

2000-02-02 18:09:45# 125. lþ. 55.12 fundur 302. mál: #A banka- og póstafgreiðslur# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 125. lþ.

[18:09]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil fagna þessari fsp. frá hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur. Ég tel að í rauninni sé um stórt hagsmunamál að ræða, ekki síst fyrir hinar dreifðu byggðir og hin smærri þéttbýli vítt um land þar sem um er að ræða að tryggja þjónustu, t.d. banka og póstþjónustu eins og hér er talað um. Kannski er smæðin það mikil að það þarf að láta samkeppnislög og annað slíkt víkja fyrir þjónustukröfunni. Ég tek undir að það sé fyllilega ástæða til þess við skoðun laga og umgerðar um bankana og bankastarfsemina verði heimilað að tengja þessa þjónustu saman þar sem það á við og þá eftir þá skilgreindum reglum svo allt fari sem best saman. Ég styð að þetta verði gert.