Póstþjónusta

Miðvikudaginn 02. febrúar 2000, kl. 18:20:49 (3900)

2000-02-02 18:20:49# 125. lþ. 55.15 fundur 303. mál: #A póstþjónusta# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 125. lþ.

[18:20]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil taka undir mikilvægi þessa máls sem hér er vakin athygli á, þ.e. stöðu póstþjónustu og bankaþjónustu í hinum dreifðu og minni byggðum. Það var athyglisvert sem hæstv. samgrh. sagði að samstarfið hefði verið að frumkvæði sparisjóðanna en ekki að frumkvæði Íslandspósts. Ég legg áherslu á að Íslandspóstur þarf að vera með afar sterka þjónustulund og þjónustuvitund og það ber að hvetja til þess arna og að skapa lagalega umgjörð. Ég nefni staði í kjördæmi mínu eins og Varmahlíð og Hofsós þar sem bæði póstþjónustan og bankastarfsemin stendur höllum fæti og er t.d. verið að skera niður póstþjónustu við pósthúsið í Varmahlíð, og þetta er meira að segja í sama húsi þar.

Við eigum að stefna þarna að hagræðingu til að efla og styrkja þjónustuna.