Póstþjónusta

Miðvikudaginn 02. febrúar 2000, kl. 18:22:01 (3901)

2000-02-02 18:22:01# 125. lþ. 55.15 fundur 303. mál: #A póstþjónusta# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 125. lþ.

[18:22]

Fyrirspyrjandi (Svanfríður Jónasdóttir):

Herra forseti. Ég stend upp einungis til þess að þakka ráðherra fyrir þau svör sem hér komu fram. Ég tel að í svari hans og þeirri upptalningu sem hann var með felist sá rökstuðningur sem þarf í rauninni að vera fyrir því að þeim lögum sem standa í vegi fyrir ýtrustu hagkvæmni á þessu sviði verði breytt vegna þess að við hljótum að sameinast í því að koma málum svo fyrir að þessi mikilvæga þjónusta geti verið sem víðast.

Kannski er eðlilegt að þetta gerðist á sínum tíma að frumkvæði sparisjóðanna vegna þess að þeir eru mjög víða um landið og hafa sinnt hinum dreifðu byggðum. Þar hefur auðvitað brunnið á mönnum þegar þessar breytingar hafa verið að gerast hvernig þeir gætu haldið úti þjónustunni og hafa því leitað samstarfs við aðra aðila til að svo mætti verða.

En ég vænti þess að á þessum vetri náum við að breyta löggjöf þannig að þessir aðilar geti haldið áfram að vinna að nánara samstarfi þannig að sú þjónusta sem við erum öll sammála um að er svo mikilvæg geti orðið sem víðast til farsældar fyrir landsbyggðina og þá sem þar búa.