Utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 11:05:07 (3923)

2000-02-03 11:05:07# 125. lþ. 56.91 fundur 275#B utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[11:05]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég skal svara hv. þm. Þeir hv. þingmenn sem beðið hafa um fjarvistarleyfi í dag eru hv. 19. þm. Reykv., Ásta Möller, og hv. 3. þm. Vestf., Kristinn H. Gunnarsson.

Óhjákvæmilegt er fyrir forseta að taka fram að gengið var inn á það að hér yrði umræða utan dagskrár í hálftíma. Forseti gætti þess ekki að umræðunni yrði stungið inn í dagskrá vegna þess að ef svo hefði verið þá hefði hv. þm. ekki getað haldið áfram umræðunni hér með því að kveðja sér hljóðs um störf þingsins. Efnislega er það sem hv. 2. þm. Vestf. sagði hér áður í takt við það sem hann sagði í ræðu sinni í umræðum utan dagskrár þar sem umræður eru takmarkaðar í tvær mínútur. Ég tel að með þessum hætti sé verið að teygja umræðu utan dagskrár á langinn. En um það var samið að umræðan stæði í hálftíma.