Utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 11:12:37 (3928)

2000-02-03 11:12:37# 125. lþ. 56.91 fundur 275#B utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[11:12]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir gerði það að umtalsefni að stjórnarþingmenn hefðu amast við því að mál væru tekin fyrir utan dagskrár. Ég vil eingöngu koma þeirri skoðun minni að að forseti Alþingis hefur brugðist jákvætt við öllum þeim beiðnum um utandagskrárumræður sem fram hafa komið eftir að þing hófst að nýju eftir áramót. Stjórnarandstaðan verður að sjálfsögðu að sætta sig við það að þingmenn stjórnarinnar, stjórnarliðarnir, geta auðvitað haft mismunandi skoðanir á því hvort þau mál sem beðið hefur verið um að ræða utan dagskrár séu utandagskrárumræðumál eða ekki. Að sjálfsögðu geta verið mjög skiptar skoðanir um það. Við höfum auðvitað öll okkar rétt til að hafa þá skoðun að í einhverjum tilfellum geti verið að þau mál hafi ekki verið af því tagi að endilega væri ástæða til að ræða þau utan dagskrár. (SJS: Ertu þá ósátt við forseta, að hann skuli leyfa þetta?) Nei.